Um okkur

Við erum ástríðufullir vefhönnuðir með þinn hag fyrir brjósti

Hver er Vefmundur?

Vefmundur sérhæfir sig í hagstæðum veflausnum á einstöku verði, því hann veit hversu mikilvægt það er fyrir fyrirtæki að vera sýnileg á veraldarvefnum.
Starfsfólk Vefmundar hefur margra ára reynslu af vefhönnun og hugbúnaðarþróun, og er markmið okkar að þjónusta fyrirtæki á Íslandi og veita þeim þann möguleika á að eignast nútímalega og fallega vefsíðu á einstöku verði. 
Vefmundur er rekið af Filmís Hönnunarstofu slf. Filmís er vef- og auglýsingastofa sem hefur verið starfandi síðan sumarið 2017. 

Markmið okkar er að bjóða upp á nýjar og hagkvæmar lausnir sem veita fyrirtækjum ný tækifæri á netinu, hvort sem það er til þess að vera sýnileg á netinu eða til að efla markaðssetningu.
Image

Hversvegna að vera með vefsíðu?

Hvers vegna ættir þú að verja pening í vefsíðu? Þetta er góð og mikilvæg spurning. Vefsíður eru andlit fyrirtækja  á netinu. Góð heimasíða getur aukið traust, trúverðugleika og styrkt ímynd fyrirtækis og miðlað upplýsingum um þjónustu til viðskiptavina. Að vera með vefsíðu getur aukið viðskipti og verið liður í vexti þíns fyrirtækis. Í þeim heimi sem við lifum í núna skiptir öllu máli að vera með nærveru á netinu.

Við könnumst öll við það að fara á Google og leita að ákveðinni vöru eða þjónustu sem okkur vantar. Ef þú ert með heimasíðu er líklegra að fólk finni þitt fyrirtæki og þá þjónustu sem þið hafið upp á að bjóða.


Vefsíður er líka alltaf opnar, þar af leiðandi geta ykkar viðskiptavinir nálgast upplýsingar um ykkur og kynnt sér þjónustu ykkar hvenær sem er sólahringsins.

Vefsíður eru ekki aðeins tól til þess að auka viðskipti. Mörg fyrirtæki hafa nóg að gera og eru ekki endilega að leitast eftir auknum viðskiptum. En alveg eins og við merkjum bílana og starfstöð okkar, og setjum símanúmerið á já.is að þá er vefsíða hluti af því að styrkja ímynd fyrirtækisins og veita núverandi viðskiptavinum aukna þjónustu þar sem allar upplýsingar um fyrirtækið er á einum stað: símanúmer, netföng og staðsetning ásamt öðrum áhugaverðum upplýsingum.

Flestir eru sammála um mikilvægi vefsíðna, en þá er bara spurningin hve miklum tíma og fjármunum maður er tilbúinn að fjárfesta. Að fá fagaðila í verkið getur verið kostnaðarsamt og ekki endilega raunhæfur kostur fyrir alla. Ef fyrirtæki kjósa að setja upp sína eigin vefsíðu þá fer mikill tími í að læra á kerfin og við bætist allur tíminn sem fer í það að setja inn allt efni og vinna verkið. Útkoman verður síðan eðlilega sjaldnast sæmbærileg þeim vefsíðum sem eru hannaðar af fagaðilum.
Við viljum bjóða upp á nýja leið til þess að fá vefsíðu sem er hönnuð af fagaðilum, en á verði sem allir ættu að ráða við. Við sjáum um alla vinnuna við uppsetningu á vefsíðunni og á meðan getur þú einbeitt þér að rekstri þíns fyrirtækis.
Image
Okkar þjónusta

Hagkvæm lausn sem

veitir ný tækifæri

Allar vefsíður okkar eru snjallvefsíður og virka þar af leiðandi í öllum tækjum, hvort sem það er í síma, spjaldtölvu eða tölvu, þar sem vefsíðurnar okkar skala og aðlaga sig að viðkomandi tæki.

Vefirnir okkar eru síðan mjög notendavænir. Við lögðum strax upp með það að hafa kerfið okkar eins þægilegt og auðvelt fyrir notandann og hægt var. Við höfðum það sem markmið að hver sem er gæti lært á og notað kerfið okkar án nokkura vandræða og getum við stolt staðfest að ætlunarverkinu var á endanum náð. Hugsunin er að við sjáum um alla vinnuna við hönnun og uppsetningu á vefsíðunni fyrir þig, en þú getur síðan haldið áfram og séð um hana, breytt og bætt að vild þegar vefsíðan er komin í loftið.